34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 09:45


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:45
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:45
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:45
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:45
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:45
Kristrún Frostadóttir (KFrost) fyrir (DagH), kl. 09:45
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:45

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll. Diljá Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritarar:
Brynjar Páll Jóhannesson
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Dagskrárlið frestað.

2) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 09:46
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Helga Helgadóttir, Steinar Örn Steinarsson og Vilmar Freyr Sævarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem borist hafa nefndinni um málið.

3) 433. mál - sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar kom Gunnlaugur Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40